Keflavíkurvöllur

Punktar

Samningar Bandaríkjanna og Íslands um skiptingu kostnaðar við Keflavíkurflugvöll hafa siglt í strand. Svo mikið ber á milli, að samninganefnd Íslands treysti sér ekki til að ræða bandarískar tillögur og neitaði að mæta á fund. Það er gott, að embættismenn vorir séu harðir í horn að taka. Á endanum er þó ekki til nema ein lausn á þessu máli. Hún verður að hafa tvennt í huga. Annars vegar hefur hernaðarlegt gildi vallarins horfið. Hins vegar er sanngjarnt að hvert ríki borgi sinn kostnað. Það getur aldrei gengið til lengdar, að við getum sníkt hluta rekstrarkostnaðarins af öðru ríki.