Stjörnuvöllur – VINNUSVÆÐI

Í dag hefst nýr kafli í framkvæmdum á Stjörnuvelli þegar Metatron hefst handa við að skera upp aðalvöllinn, færa af honum gamla grasið og leggja nýtt. Þessi hluti framkvæmdanna sem standa mun næstu 3 vikur hefur í för með sér mikla umferð alls kyns tækja og tóla í nágrenni vallarins sem kalla á breytt aðgengi og umgang okkar um og að svæðinu. Fyrst og fremst er verið að gæta öryggis okkar fólks með neðangreindum reglum þó ljóst sé að þær hafi í för með sér ákveðið óhagræði.

1. Inn- og úgönguleið úr vallarhúsi verður aðeins ein. Gengið verður inn og út úr tengigangi (aðalinngangi) á Stjörnutorg fyrir framan stúku. Allar aðrar leiðir verða og eiga að vera lokaðar á meðan á framkvæmdunum stendur. Þjálfarar yngri flokka eru beðnir að brýna mikilvægi þess að farið sé að fyrirmælunum fyrir öllum iðkendum í sínum flokkum.
2. Göngustígur milli sundlaugar og knattspyrnuvalla er hluti athafnasvæðis verktakans og verður því lokaður að öðru leyti en því, að gönguleið verður opin frá battavöllum að búningsklefum meistaraflokka í Ásgarði. Leikmönnum og þjálfurum meistaraflokka er því bent á bílastæði við Flataskóla ef þeir vilja losna við að ganga hringinn í kringum Ásgarð.

Ég bið ykkur um gott samstarf við að láta þetta allt ganga snurðulaust fyrir sig og tryggja þar með öryggi okkar fólks á meðan á framkvæmdunun stendur.

Kær kveðja

Páll Grétarsson
framkv.stjóri UMF Stjörnunnar
gsm 899 0865

Færðu inn athugasemd