Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 02. júlí 2012 11:49
Magnús Már Einarsson
Stjarnan skiptir um nafn á heimavelli sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnuvöllur hefur fengið nýtt nafn en hann mun héðan í frá heita Samsungvöllurinn.

Æ fleiri íslensk félög eru farin að nefna heimavelli sína í höfuðið á styrktaraðilum og Stjarnan hefur nú bæst í þann hóp með því að nefna völlinn í höfuðið á Samsung.

,,Það er verið að raka inn seðlum fyrir þetta. Það er allt gert fyrir buisnessinn í boltanum í dag," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar léttur í bragði um nafnið á vellinum í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í dag.

Stjarnan er þriðja félagið í Pepsi-deildinni sem nefna heimavöll sinn eftir styrktaraðila en heimavöllur Keflvíkinga heitir Nettóvöllurinn og heimavöllur Vals heitir Vodafonevöllurinn.

Þá hefur ÍR í fyrstu deildinni nefnt völlinn sinn Hertz völlinn, heimavöllur Reynis Sandgerði í 2. deildinni heitir N1-völlurinn og heimavöllur Njarðvíkur heitir Njarðtaksvöllurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner