Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 25. mars 2013 15:15
Elvar Geir Magnússon
Könnun: 61% lesenda mótfallnir gervigrasvæðingu
Stjörnuvöllur er eini gervigras-völlurinn í Pepsi-deildinni.
Stjörnuvöllur er eini gervigras-völlurinn í Pepsi-deildinni.
Mynd: Twitter síða Henrik Bödker
Umræða hefur verið í gangi um það hér á landi hvort það væri rétta skrefið fyrir íslenska boltann að taka upp gervigras á fleiri aðalvöllum og lengja tímabilið í kjölfarið.

Sitt sýnist hverjum og fjölmargir sem eru algjörlega mótfallnir gervigrasvæðingunni sem er í gangi. Ýmsir hafa talað um að betri lausn væri að vinna í því að gera Lengjubikarinn að eftirsóknarverðari keppni sem meiri alvara væri í frekar en að lengja Íslandsmótið.

Finnst þér að skoða ætti að setja gervigras á fleiri aðalvelli hér á landi til að lengja tímabilið frekar?
39% Já (1382)
61% Nei (2140)

61% lesenda Fótbolta.net eru mótfallnir hugmyndum um að gervigrasvæða Íslandsmótið samkvæmt könnum sem hefur verið í gangi á forsíðunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner