Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 28. september 2014 16:51
Hafliði Breiðfjörð
Verður slegið áhorfendamet í efstu deild á laugardaginn?
Kaplakriki getur tekið 6450 áhorfendur samkvæmt KSÍ
Það verður eflaust vel mætt í Kaplakrikann á laugardaginn.
Það verður eflaust vel mætt í Kaplakrikann á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3200 áhorfendur sáu leik U21 árs landsliða Íslands og Þýskalandsí Kaplakrika haustið 2010.
3200 áhorfendur sáu leik U21 árs landsliða Íslands og Þýskalandsí Kaplakrika haustið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH og Stjarnan leika til úrslita á Íslandsmótinu í ár. Í fyrsta sinn í 13 ár sem hreinn úrslitaleikur verður um Íslandsmeistaratitilinn.
FH og Stjarnan leika til úrslita á Íslandsmótinu í ár. Í fyrsta sinn í 13 ár sem hreinn úrslitaleikur verður um Íslandsmeistaratitilinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í fyrsta sinn í 13 ár mun verða hreinn úrslitaleikur í efstu deild karla þegar FH tekur á móti Stjörnunni í Kaplakrikanum á sunnudaginn.

Fyrir þessa lokaumferð er FH á toppnum með 51 stig eftir leiki dagsins og Stjarnan í 2. sæti með 49 stig.

Líklegt er að KSÍ muni breyta leiktímanum í lokaumferðinni þannig að fimm leikir fari fram 13:30 og úrslitaleikurinn svo 16:00. Það á þó enn eftir að staðfesta.

Því má búast við miklum fjölda áhorfenda í Kaplakrikann til að sjá tvö bestu lið landsins mætast. Áhorfendamet í efstu deild var sett árið 1996 þegar ÍA og KR mættust í úrslitaleik á Akranesi. Samkvæmt opinberum tölum voru 5801 áhorfendur þar og athugið að þetta var fyrir tíma Hvalfjarðarganganna.

Tveimur árum síðar var svo úrslitaleikur KR og ÍBV í Frostastkjólinu sem laðaði að 5400 áhorfendur og svo 2001 í Vestmannaeyjum þegar ÍBV og ÍA mættust fyrir framan 1708 áhorfendur en þá var engin Landeyjarnöfn og siglt frá Þorlákshöfn í leiðinda veðri.

ÍA 4 - 1 KR
- 29. september 1996
Áhorfendur: 5801

KR 0 - 2 ÍBV
- 26. september 1998
Áhorfendur: 5400

ÍBV 2 - 2 ÍA
- 23. september 2001
Áhorfendur: 1708

Kaplakrikavöllur tekur samkvæmt skráningum á vef KSÍ 6450 áhorfendur.

Það sundurliðast þannig að 3050 sæti eru fyrir áhorfendur, 1800 samþykkt stæði og 1600 ósamþykkt stæði

Samkvæmt KSÍ tekur Kaplakriki 3050 í sæti og 3400 í stæði. Samtals 6450 áhorfendur svo það er möguleiki á að setja þar áhorfendamet.

Kaplakrikavöllur:
Sæti undir þaki: 1900
Sæti án þaks: 1150
Uppbyggð stæði með þaki: 60
Uppbyggð stæði án þaks: 1740
Önnur ósamþykkt aðstaða: 1600
-----------------------------
Samtals: 6450 áhorfendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner