Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mán 11. september 2017 16:45
Magnús Már Einarsson
Gervigras lagt á Ólafsvíkurvöll
Ólafsvíkurvöllur.
Ólafsvíkurvöllur.
Mynd: Gunnar Örn Arnarson
Gervigras verður lagt á Ólafsvíkurvöll í haust en Jón­as Gest­ur Jónas­son, formaður knatt­spyrnu­deild­ar Vík­ings Ólafsvíkur, staðfesti þetta við mbl.is um helgina.

Grasvöllurinn í Ólafsvík verður tekinn upp í haust, strax eftir síðasta heimaleik Víkings gegn FH þann 24. september.

Gervigras verður lagt á völlinn og Víkingur spilar því heimaleiki sína á gervigrasi næsta sumar.

Jónas sagðist í samtali við mbl.is vonast til þess að völl­ur­inn yrði til­bú­inn til notk­un­ar í maí 2018, eða um það leyti sem Íslands­mótið hefst.

Lengi hefur verið kallað eftir betri vetraraðstöðu fyrir fótboltann í Ólafsvík en gervigrasið ætti að hjálpa til við að leysa þann vanda.

Í efstu tveimur deildum karla spila Stjarnan, Valur, Grótta, Haukar, HK, Leiknir F. og Þróttur R. heimaleiki sína á gervigrasi í dag. Ólafsvíkingar bætast nú í hópinn næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner