Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mið 14. maí 2008 16:08
Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson
Gunnar Gunnarsson
Áhorfendaaðstaðan hjá Fjölni alveg að verða klár fyrir fyrsta leik
Fjölnisvöllur
Fjölnisvöllur
Mynd: Fótbolti.net - Gunnar Gunnarsson
Fjölnir í Grafarvogi er að spila í fyrsta skipti í efstu deild á þessu leiktímabili. Nýliðarnir byrjuðu Íslandsmótið afar vel í sínum fyrsta leik sem var á útivelli gegn Þrótturum og unnu sannfærandi sigur 0-3.

Annað kvöld tekur liðið hins vegar á móti Vesturbæjarstórveldinu KR á heimavelli sínum í Grafarvoginum en áhorfendaaðstaðan hjá Fjölnismönnum var ekki lögleg samkvæmt því sem tíðkast um lið sem spila í Landsbankadeildinni.

Nú eru menn hins vegar að leggja lokahönd á betri aðstöðu fyrir áhorfendur og mun völlurinn taka um 500 manns í sæti til að byrja með.

Þegar okkur hjá Fótbolta.net bar að garði í Grafarvoginum um hádegisbilið í dag voru menn í óðaönn að gera allt reiðubúið fyrir áhorfendur í fyrsta heimaleik Fjölnis á þessu tímabili.

,,Völlurinn verður tilbúinn á morgun," sagði Hermann Hreinsson starfsmaður Fjölnis í samtali við Fótbolta.net í dag. ,,Síðan kemur 800 manna stúka hinum megin, þar sem félagsheimilið er í framtíðinni."

Bílastæðamál við Fjölnisvöll gætu orðið vandamál en öll bílastæði voru nýtt í gær þegar aðeins á annað hundrað áhorfendur sáu leik kvennaliðs Fjölnis gegn Fylki í Landsbankadeild kvenna.

,,Á morgun ætlum við að vera smá uppákomu fyrir leikinn við Foldaskóla. Við ætlum að reyna að dreifa álaginu svo fólk komi þangað og fari svo í skrúðgöngu yfir," sagði hann aðspurður um bílastæðavandmálið.

Hann vildi svo hvetja Grafarvogsbúa til að koma gangandi á völlinn og aðra til að samnýta bílana og sýna tillittsemi því þetta væri fyrsti heimaleikur liðsins í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner