Laugardalsvöllur ekki fyrir almenning

Ekki er grundvöllur fyrir því að hafa Laugardalsvöllinn opin fyrir …
Ekki er grundvöllur fyrir því að hafa Laugardalsvöllinn opin fyrir almenning. mbl.is/Þorkell

„Laugardalsvöllur er þjóðarleikvangur í knattspyrnu og frjálsum íþróttum og þar fara fram mót og leikir í þessum greinum og ekki er grundvöllur fyrir því að hafa völlinn opinn fyrir almenning eins og staðan er nú.“ Þetta segir íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar.

Fjallað var um hugmynd af vefnum Betri Reykjavík um hlaupabraut sem opin er almenningi. Fyrir utan að benda á að Laugardalsvöllur sé ekki fyrir almenning vísaði íþrótta- og tómstundaráð til þess að út frá öllum sundlaugum höfuðborgarinnar séu merktar hlaupaleiðir og eru upplýsingar í hverri laug um nærliggjandi stíga og vegalengdir.

Að endingu segir að þessi mál verði tekin til umfjöllunar í sérstökum mannvirkjahópi sem starfa mun með borgaryfirvöldum og íþróttahreyfingunni að stefnumótun í íþróttamálum í borginni til framtíðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert