Nafnanefnd lagðist gegn Fjölnisbraut

Fjölnisvöllur. Félagið fær ekki götuheiti í sínu nafni eins og …
Fjölnisvöllur. Félagið fær ekki götuheiti í sínu nafni eins og óskað var eftir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Borgarráð hefur staðfest álit nafnanefndar sem lagðist gegn því að heiti Hallsvegar í Grafarvogi yrði breytt í Fjölnisbraut.

Hugmyndin að nafnbreytingunni er upphaflega komin frá Hverfisráði Grafarvogs, sem vildi tengja nafn götunnar við íþróttafélag hverfisins, Fjölni. Rökin voru m.a. þau að vegurinn tengdi stóran hluta Grafarvogs við helstu íþrótta- og frístundamannvirki hverfisins. Meðal annars lægi vegur þessi meðfram keppnisíþróttavelli og sundlaug við Dalhús.

Nafnanefndin kom saman í byrjun árs og fjallaði um þetta mál og fleiri. Fundinn sátu Ármann Jakobsson, Guðrún Kvaran, Borghildur Sturludóttir og Nikulás Úlfar Másson. Í greinargerð með hinni neikvæðu umsögn segir hún að heiti gatna sé hluti af þróunarsögu Reykjavíkur og myndi því stóran kafla í safni örnefna í landi Reykjavíkur. Það sé að öllu jöfnu ekki talið rétt að breyta götuheitum og teljist þau rök að um mikilvæga starfsemi sé að ræða ekki nægjanleg ástæða til þess að breyta eldri götuheitum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert