Graslyktin gæti lifað

Kaplakrikavöllur.
Kaplakrikavöllur. Ljósmynd/fhingar.net

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst 1. maí þetta árið og hefur aldrei farið jafn snemma af stað. Er það framhald af þeirri þróun að mótið hefst fyrr en á árum áður.

Nokkur umræða hefur farið fram um að lengja tímabilið frekar hérlendis, en á óformlegum nótum reyndar. Á sama tíma velta margir í fótboltaheiminum því fyrir sér hvort heppilegra sé að vera með grasvelli eða gervigrasvelli. Er hægt að lengja tímabilið hér heima frekar og spila á náttúrulegu grasi?

Morgunblaðið ræddi við tvo sérfræðinga sem hafa yfirgripsmikla reynslu af umhirðu fótboltavalla hérlendis og eru mjög virkir í SÍGÍ, Samtök íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna.

Bjarni Þór Hannesson er vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili og sér klúbburinn um umhirðu í Kaplakrika fyrir Íslandsmeistara FH. „Kaplakrikavöllur er í notkun í 350 tíma á ári og jafnvel rúmlega það. Valsvöllurinn var í notkun í um það bil 150 tíma á ári áður en honum var breytt í gervigrasvöll. Með réttu viðhaldi er hægt að ná mun meiru út úr völlunum en flestir halda. Ef peningarnir væru til staðar væri hægt að ná enn meiru út úr Kaplakrika.

Meistaraflokkar FH eru báðir með allar sínar æfingar og alla leiki á vellinum en einhverjir telja að það sé ekki hægt. Hins vegar er alveg ljóst að þú getur ekki notað náttúrulegt gras jafn mikið og gervigras. Það liggur fyrir,“ sagði Bjarni þegar Morgunblaðið hafði samband við hann.

Sjá meira um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert