Keflavíkurvöllur 7. stærsta flughöfnin

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikil farþegafjölgun í Leifsstöð hefur leitt til töluverða breytinga á listanum yfir tíu stærstu flugvelli Norðurlanda. 

Í frétt Túrista kemur fram að Keflavíkurflugvöllur hafi á síðustu árum setið í níunda sæti yfir stærstu vellina og ekki komist ofar þrátt fyrir töluverða farþegafjölgun. Í næstu sætum fyrir ofan hafa setið vellirnir við Stavanger og Þrándheim í Noregi þar sem farþegar hafa verið mun fleiri.

Í fyrra fjölgaði farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hins vegar um fjórðung og voru þeir nærri 4,9 milljónir.

Á sama tíma fækkaði farþegum lítillega í Þrándheimi og Stavanger og voru um 4,5 milljónir á báðum völlum.

Þar með flýgur íslenska flugstöðin fram úr þessum tveimur norsku og upp í sjöunda sætið yfir stærstu flugvelli Norðurlanda.

Forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar áætla að 6,25 milljónir farþega fari um flugstöðina á næsta ári og ef það gengur eftir gæti íslenski flugvöllurinn komist enn ofar á lista á næsta ári.

Stærstu flugvellir Norðurlanda:

  1. Kaupmannahafnarflugvöllur (26milljónir farþega*)
  2. Óslóarflugvöllur (24,7 milljónir)
  3. Arlanda í Stokkhólmi (23,2 milljónir)
  4. Vantaa í Helsinki (16milljónir*)
  5. Landvetter í Gautaborg (6,2 milljónir)
  6. Flesland í Bergen (6 milljónir)
  7. Keflavíkurflugvöllur (4,9 milljónir)
  8. Sola í Stavanger (4,5 milljónir)
  9. Værnes í Þrándheimi (4,4 milljónir)
  10. Billund (3 milljónir*)
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK