Íþróttir

Keflavíkurvöllur að verða brúnn
Sunnudagur 25. október 2009 kl. 15:06

Keflavíkurvöllur að verða brúnn

Græni liturinn er óðum að hverfa af grasvellinum í Keflavík en það ekki vegna haustkomu og kulda heldur vegna þess að torfið hefur verið tekið af vellinum. Það verður notað á væntanlegt æfingasvæði Keflvíkinga við Reykjaneshöllina.
Keflavíkurvöllur var vígður árið 1966 og nú eru að hefjast framkvæmdir undirlag vallarins sem er komið til ára sinna. Stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn til notkunar í efstu deild karla í knattspyrnu snemma næsta sumar. Á myndinni má sjá nokkur hundruð metra af torfi í rúllum, tilbúið til lagninar annars staðar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024