Viðskipti innlent

Endurbætur á farangursflokkunarkerfi Keflavíkurvallar

Samúel Karl Ólason skrifar
Fulltrúar Isavia og Crisplant A/S undirrituðu samninginn í farangursflokkunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Fulltrúar Isavia og Crisplant A/S undirrituðu samninginn í farangursflokkunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mynd/Isavia
Isavia og danska fyrirtækið Crisplant A/S undirrituðu samning á fimmtudaginn um stækkun og endurbætur á farangursflokkunarkerfi Keflavíkurflugvallar.

Samningurinn felur í sér tvöföldun á afkastagetu farangursflokkunarkerfisins og eftir breytinguna mun kerfið geta flokkað 86 töskur á mínútu.

Í tilkynningu frá Isavia segir að verkefnið sé grundvöllur þess að innrita mikinn fjölda flugfarþega á skömmum tíma og tryggja að farangur skili sér á réttan áfangastað. Nú þegar hafi sjálfsinnritunarstöðvar aukið afköst umtalsvert og endurbæturnar séu liður í að mæta síauknum farþegafjölda og auka þjónustu enn frekar.

Vegna mikillar umferðaraukningar um flugvöllinn hefur núverandi flokkunarbúnaður verið starfræktur með hámarksafköstum undanfarin tvö ár. Heildarupphæð samningsins er um 645 milljónir króna og á breytingunum að ljúka í byrjun sumars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×