4 dagar: Akureyrarvöllur ekki klár 20.maí (Myndband)

Fótbolti
4 dagar: Akureyrarvöllur ekki klár 20.maí (Myndband)
Eđvarđ Eđvarsson er vallarstjóri
Í aðdraganda Íslandsmótsins fór ég að sjálfsögðu og talaði við Eðvarð Eðvarðsson, vallarstjóra Akureyrarvallar. "Völlurinn lítur ágætlega út og er betri en í fyrra en við fengum smá kal og leiðindi í hann þannig að það er einn stór nánast dauður blettur  í honum," sagði Eðvarð


Það virðist ljóst að fyrsti heimaleikur KA verður ekki leikinn á Akureyrarvelli. "Það eru engar líkur á að fyrsti heimaleikur KA við ÍR þann 20. maí fari fram á vellinum, enda höfum við stefnt allan tímann að því að vera með hann kláran 2. júní í öðrum heimaleik. Með það fjármagn sem við höfum í höndunum er ógjörningur að gera völlinn kláran fyrir 20. maí, því miður," sagði Eðvarð og því virðast því vart nema tveir möguleikar í stöðunni; annað hvort að spila í Boganum eða óska eftir því við Íþróttafélagið Þór að fá að spila leikinn á Þórsvelli. 

"Það er bara svo einfalt að hérna þyrfti að rífa allt upp og skipta bæði um jarðveg og gras og setja hitalagnir undir því völlurinn er hálf ónýtur og ef KA ætlar að spila hérna til 2016 eins og samningar við bæinn standa þá þarf að gera það fyrir næsta sumar."


Ég kíkti á völlinn og gerði smá myndband

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband